Bílinn kominn með nýjar plötur

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt stöðvuðu lögreglumenn í Kópavogi för bifreiðar sem svaraði til lýsingar á bifreið sem stolið var í síðustu viku. Tveir menn á fertugsaldri voru í bifreiðinni.

Skipt hafði verið um númeraplötur á bifreiðinni og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá fundust fíkniefni á farþega hennar. Þeir vistaðir í fangaklefa og bíða yfirheyrslu vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert