Sérfræðilæknar á förum

Skúli Gunnlaugsson
Skúli Gunnlaugsson mbl.is/RAX

Fjórir sérfræðilæknar sem sneru heim til Íslands eftir langt nám og hafa starfað hafa hér á landi síðan eru komnir eða halda bráðlega á ný mið í Bandaríkjunum. Um er að ræða sérfræðinga í meltingarsjúkdómum, lungna- og gjörgæslulækningum, hjartalækningum og krabbameinslækningum.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við hjartalækninn Skúla Gunnlaugsson en hann er einn sextíu sérfræðilækna sem eiga spítala í Huntington í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum og rekur hann. Tveir af fjórum umræddum læknum hafa þegar hafið störf á spítalanum og sá þriðji kemur til starfa í maí. „Þeir voru búnir að vinna á Íslandi í tæp tíu ár og sáu einfaldlega ekki fram á betri tíð lengur,“ segir Skúli. Fjórði læknirinn hefur einnig ráðið sig til starfa vestanhafs en ekki til Skúla.

Skúli segir að um sé að ræða lækna sem unnið hafi við góðan orðstír á Íslandi og hafi dregið ansi þungt hlass þar sem þeir störfuðu. „Þeir eru núna að rífa sig upp með rótum og taka fjölskylduna með. Það er meiriháttar ákvörðun að flytja með alla fjölskylduna til annars lands, hvað þá heimsálfu, en þetta fólk lætur sig hafa það. Þetta hefur aldrei gerst í stórum stíl áður. Ef þetta heldur áfram þá fjarar undan íslenska heilbrigðiskerfinu. Það er alveg ljóst.“

Hann segir markaðslögmálin ekki gilda á Íslandi og spyr hvers vegna læknir með eftirsóknarverða, alþjóðlega sérþekkingu í einstakri grein ætti að starfa á Landspítalanum þar sem hann fær margfalt lægri laun en hann fengi annars staðar. Margir leggi mikið á sig til að vera á heimaslóðum en of mikið beri í milli, mönnun fallist hendur og þeir gefist upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert