„Verið að bregðast við neyðarástandi“

Rannveig, sem er félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, fagnar því að bæjarstjórn Kópavogs hafi samþykkt kaup og byggingu íbúða til útleigu og félagslegrar úthlutunar.

„Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi telja að með þessu sé verið að bregðast við neyðarástandi á húsnæðis- og leigumarkaði. Skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og útspil Kópavogsbæjar á að þjóna sem fyrirmynd að útspili annarra sveitafélaga til að vinna bug á vanda leigumarkaðarins. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 30% á síðastliðnum þremur árum á meðan að vísitala neysluverðs hefur ekki hækkað með sambærilegum hætti.

Þá höfnum við því að samþykktin sé ábyrgðarlaus. Samþykktin er ekki útfærð fjárhagslega og hlutverk bæjarstjórnar að finna úrlausn á því. Það er því eintómt lýðskrum að halda því fram að samþykktin sé óútfylltur tékki,“ segir í ályktun sem Rannveig sendi fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert