Hvalveiðar brjóti gegn alþjóðasamningi

Bandarísk stjórnvöld gagnrýna hvalveiðar Íslendinga.
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna hvalveiðar Íslendinga. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar Íslendingar brjóti gegn hinum alþjóðlega samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Í frétt AFP segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi nú sextíu daga til að ákveða hvort bandarísk stjórnvöld muni beita Íslandi viðskiptaþvingunum.

Bandaríska innanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag að það teldi að hvalveiðarnar brytu í bága við hinn áðurnefnda samning.

Ráðuneytið komst að sömu niðurstöðu árið 2011, að því er segir í fréttinni, en þá hafi Obama ákveðið að beita ekki viðskiptaþvingunum. Þess í stað fyrirskipaði hann að gripið yrði til diplómatískra þvingunaraðgerða gegn Íslendingum.

Bandarísk umhverfissamtök fögnuðu í dag ákvörðun bandarískra stjórnvalda og hvöttu Obama til að grípa tafarlaust til refsiaðgerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert