Bað þingmenn að gæta háttvísi

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hóf þingfund að nýju eftir kvöldmatarhlé með því að ávarpa þingmenn. Hann sagði mikið hafa skort á að þingfundur hefði farið fram í venju við góðar þingvenjur og hafi uppákomur sett slæman svip á þingstarfið. Bað hann þingmenn að sýna háttvísi í hvívetna.

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kom upp í ræðustól skömmu síðar og bað þingheim afsökunar á að hafa kallað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, „helvítis dóna“. Hún sagðist ekki sátt við háttsemi ráðherra né annarra sem sögðu henni á sama tíma að róa sig úr hliðarsal. „Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti sem ég átti ekki að segja og ég bið þingheim afsökunar á því.“

Hún tók engu að síður fram að ráðherrar sem ekki taki þátt í umræðunni eigi ekki að láta það vera sitt eina framlag að vera með „sneplasendingar til ræðumanna“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert