Málfundafélagið Sleipnir styður að draga umsóknina til baka

Stefán Friðrik Stefánsson formaður Sleipnis
Stefán Friðrik Stefánsson formaður Sleipnis

Stjórn Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að styðja tillögu til þingsályktunar um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á mbl.is.

„Sú ákvörðun er í fullu samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi þar sem ályktað var að hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Sleipnir lýsir yfir stuðningi við forystu Sjálfstæðisflokksins sem hefur með ákvörðun sinni framfylgt stefnu sem æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins markaði í aðdraganda þingkosninga á síðasta ári,“ segir í fréttatilkynningu sem stjórn Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sendi á fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert