Rúmlega 1.200 mótmæltu

Mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag eins og undanfarna tvo daga gegn ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til baka.

Mun færri tóku þátt í mótmælunum í dag en undanfarna tvo daga en talið er að rúmlega 1.200 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest var. Um 3.500 mótmæltu á mánudaginn en töluvert færri hins vegar í gær.

Mótmælin í dag hófust klukkan 17:00 og var að mestu lokið eftir eina og hálfa klukkustund líkt og undanfarna daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert