Tæp 82% vilja greiða atkvæði

AFP

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Tæplega 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsóknina.

Samkvæmt könnuninni sem birt er í Fréttablaðinu í dag vilja 81,6 prósent landsmanna að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim. Um 18,4 prósent vilja það ekki.

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu, segir í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert