Nýbygging skyggir á sjónlínuna

Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg …
Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg að Sólfarinu eins og það er í dag. Hægra megin sést hvernig útsýnið, eða sjónlínan, yrði þegar framkvæmdum við háhýsið yrði lokið. Samsett mynd/Jon Kjell Seljeseth

Líkt og Morgunblaðið greindi frá nýverið hafa framkvæmdir hafist á ný við byggingu háhýsis í Skuggahverfinu við Skúlagötu.

Að verki loknu mun byggingin skyggja á útsýnið frá Skólavörðuholtinu og niður Frakkastíg að sjónum og um leið eyðileggja eina mikilfenglegustu sjónlínu borgarinnar.

Það er mat hjónanna Jons Kjells Seljeseth og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, sem vöktu fyrst athygli borgaryfirvalda á málinu í ársbyrjun 2008. „Þetta skemmir ekkert fyrir okkur persónulega en það er verið að stúta svo miklum verðmætum borgarinnar og borgarbúa og það er það sem ég vil benda á,“ segir Jon Kjell í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert