Gætt verði að íbúum norðurslóða

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í morgun þátt í norðurslóðaráðstefnu tímaritsins The Economist sem fram fer í London. Ráðherrann fjallaði í ræðu sinni um málefni norðurslóða, þá þróun sem á sér stað á alþjóðavettvangi í þeim efnum og aukin tækifæri og möguleika sem Ísland stendur frammi fyrir þegar kemur að aukinni uppbyggingu á svæðinu. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að gæta vel að íbúum þess og umhverfismálum þegar að framtíðaruppbyggingu kæmi.

„Sagði Gunnar Bragi Ísland vel í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast þegar kemur að uppbyggingu á Grænlandi, auknum siglingum á siglingaleiðum á norðurslóðum og mögulegri olíuleit á Drekasvæðinu. Sterkir innviðir og atvinnulíf á Íslandi séu forsenda fyrir að slík uppbygging geti átt sér stað á næstu árum og að þær forsendur séu fyrir hendi,“ segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ræða Gunnars Braga í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert