Forsetinn vildi ekki ræða stöðuna á Krím

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, taldi óviðeigandi að nota ráðstefnu um málefni norðurslóða sem vettvang til að fordæma aðgerðir Rússa á Krímskaga. Það þjónaði engum tilgangi að grafa undan samstarfi ríkja á norðurslóðum.

Forsetinn tekur í dag þátt í ráðstefnu um málefni norðurslóða í Bodö í Noregi. Norski fréttavefurinn Nordlys greinir frá málinu.

Á ráðstefnuninni í dag voru tíðindi undanfarinna daga á Krímskaga rædd en nokkrir embættismenn gagnrýndu harðlega aðgerðir rússneskra stjórnvalda. Í ræðu sinni sagði Ólafur Ragnar hins vegar að það væri óviðeigandi að nota ráðstefnuna sem vettvang til að fordæma eitt af norðurslóðaríkjunum.

Hann sagði að það þyrfti ekki að taka lengri tíma en eina klukkustund til að grafa undan samstarfinu á norðurslóðum. Mikið væri í húfi og menn þyrftu að vera varkárir áður en þeir fjölluðu um ágreining innan einstakra ríkja.

Forsetinn sagðist jafnframt vera reiðubúinn að ræða ástandið á Krímskaga á öðrum vettvangi, en ekki á þessari ráðstefnu.

Frétt mbl.is: Mikilvægt að varðveita norrænar áherslur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert