Rukki þá sem fara um Mosfellsbæ

Mosfellsbær
Mosfellsbær mbl.is/Rax

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, lagði fram tillögu á fundi ráðsins í gær um að Mosfellsbær bregðist við fyrir hönd íbúanna og innheimti gjöld af þeim sem færu um bæinn. Undanþegnir gjaldinu ættu að vera þeir sem ekki innheimta slík gjöld af íbúum Mosfellsbæjar. 

„Þetta er vitaskuld táknrænt og til þess að vekja athygli á mótsögninni í því að íslenskir skattgreiðendur, sem bera þungan af kostnaði við að komast á ferðamannastaði þurfi líka að greiða inna þessi svæði,“ segir jafnframt í tillögunni sem finna má í fundargerðinni.

Hann segir að Mosfellingar hafi kostnað og óþægindi af þeim hundruðu þúsunda sem fara um bæinn og ósanngjarnt sé að þeir þurfi að greiða sumum þeirra gjald fyrir að fara um þeirra land.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert