Tap Landsvirkjunar gæti orðið meira

mbl.is/Sigurður Bogi

Tekjutap Landsvirkjunar vegna skerðinga í vetur hleypur á hundruðum milljóna króna.

Vatnsbúskapurinn hefur verið með verra móti síðustu vikur og segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að tapið geti aukist frekar. Þetta ár geti þó orðið viðunandi vatnsár fyrir Landsvirkjun. Forsendur geti breyst hratt, fari veður hlýnandi næstu vikur þannig að snjór bráðni.

Þórisvatn gæti tæmst í apríl og hefur það áhrif á sex virkjanir. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra orkuskort hamla uppbyggingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert