Aðfarasamningur fyrir lengri samning

Hjúkrunarfræðingar á vakt á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á vakt á Landspítala. mbl.is/Golli

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum áður en kosið verður svo um hann. „Þetta er stuttur samningur til 14 mánaða, með einni launahækkun og hækkun á desember- og orlofsuppbót. Vegna lengdar samningsins er líka í honum eingreiðsla,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, við Morgunblaðið.

Samninganefndin lítur á samninginn sem aðfarasamning að lengri kjarasamningi sem myndi taka gildi á næsta ári, 2015. Í samkomulaginu sem undirritað var í gær er að finna nýja viðræðuáætlun fyrir næsta samning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert