„Einföld og skýr krafa“

„Þetta er einföld og skýr krafa um að við megum vera með í þessari stóru og miklu ákvörðun fyrir okkur öll,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland, en samtökin afhentu forseta Alþingis og þingflokksformönnum undirskriftir ríflega 53 þúsund einstaklinga í dag um að þingsályktunartillaga um slit á aðildarviðræðum við ESB verði dregin til baka og að almenningur fái að kjósa um framhald aðildarferlisins.

Jón Steindór lagði áherslu á að fólk sem hefði mismunandi skoðanir á ESB hefði skrifað undir yfirlýsinguna á síðastliðnum 63 dögum. 

mbl.is var á Alþingi í dag og ræddi við Jón Steindór og þá Guðlaug Þór Þórðarsson, varaformann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Helga Hjörvar, þingflokksformann Samfylkingarinnar um möguleikann á slíkri atkvæðagreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert