Jafngott að leggja stofuna niður

Of lítið er að hafa bara einn starfsmann hjá Náttúrustofu …
Of lítið er að hafa bara einn starfsmann hjá Náttúrustofu Suðurlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum þurfi að segja upp öðrum starfsmanni sínum á þessu ári vegna fjárhagsvandræða.

Aðeins tveir starfsmenn eru hjá stofunni og segir forstöðumaður hennar að það sé allt eins gott að loka henni eins og að vera aðeins með einn starfsmann, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ríkið fjármagnar stöðu forstöðumanns Náttúrustofunnar og rekstur með allt að jafnhárri upphæð samkvæmt samningi við Vestmannaeyjabæ en sveitarfélagið greiðir 30% af framlagi ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert