Ríkið hverfi ekki af húsnæðismarkaði

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála telur það ekki tímabært að ríkið hverfi alfarið af húsnæðislánamarkaði. Stjórnin segir það sjónarmið hafa haft yfirhöndina að ríkið hafi hlutverki að gegna í almennum útlánum til fasteignakaupa og til að tryggja aðgang landsbyggðarinnar að lánsfjármagni.

Er því lagt að aðkoma ríkisins að húsnæðislánamarkaði verði í formi eignaraðildar að sérstöku húsnæðislánafélagi að danskri fyrirmynd. Slíkt félag verði sjálfbært, ríkisábyrgð verði ekki stil staðar og almennar reglur um starfsemi húsnæðislánafélaga nái einnig yfir starfsemi þessa lánafyrirtækis í eigu ríkisins.

Í skýrslu stjórnarinnar segir að þeir valkostir sem hafi helst verið til umræðu, utan þess að ríkið hverfi af almennum húsnæðislánamarkaði, hafi annars vegar verið að Íbúðalánasjóður myndi starfa áfram á félagslegum forsendum og hins vegar að Íbúðalánasjóði yrði breytt í almennt húsnæðislánafélag.

Taprekstur myndi bætast við fortíðarvanda sjóðsins

Þeir valkostir sem helst voru til umræðu í verkefnisstjórninni, utan þess að ríkið hverfi af almennum húsnæðislánamarkaði, voru annars vegar að Íbúðalánasjóður myndi starfa áfram á félagslegum forsendum og hins vegar að Íbúðalánasjóði yrði breytt í almennt húsnæðislánafélag.

Stjórnin telur að ef sjóðurinn yrði áfram rekinn á félagslegum forsendum, þá þyrfti að taka tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Þannig yrði sjóðurinn að starfa á félagslegum grunni sé eingöngu tekið tillit til athugasemda ESA.

„Slík stofnun sem aðeins sinnir afmörkuðum félagslegum hluta markaðarins, s.s. félagslegum leigufélögum og lánveitingum til kaldra svæða á landsbyggðinni, mun ekki skila eigendum sínum arði heldur vera rekin með tapi á grundvelli húsnæðisstefnu. Sá taprekstur bætist við fortíðarvanda Íbúðalánasjóðs sem áður er nefndur. Að mati verkefnisstjórnar þykir þessi kostur því ekki fýsilegur,“ segir í skýrslunni.

Lánasafnið látið renna út

Hinn kosturinn, sem verkefnisstjórn leggur til að verði valinn, er að breyta starfsemi Íbúðalánasjóðs með þeim hætti að stöðva útlánastarfsemi hans í núverandi mynd og að starfsemi hans verði skipt upp.

Samhliða þessum breytingum verði lánasafn Íbúðalánasjóðs látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðisfélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út. Áfram verði aðalmiðlarakerfi á frum- og eftirmarkaði til staðar fyrir nýja tegund fjármögnunarbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði íbúðabréfa svo lengi sem þörf er á.

Frétt mbl.is: Leggja til nýtt kerfi íbúðalána

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert