Lög verða sett á flugmenn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum eftir hádegið að setja lög á verkfall flugmanna. Óvíst er hvenær Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælir fyrir frumvarpinu en líklegt að það verði á morgun. Næstu verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair eru boðaðar á föstudag.

Frá þessu er greint á vefsvæði Ríkisútvarpsins en mbl.is hefur ekki tekist að ná sambandi við innanríkisráðherra eða aðstoðarmenn hennar. 

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag var boðað til fundar ríkisstjórnarinnar með stuttum fyrirvara í hádeginu. Fundurinn var einnig stuttur en ekki fékkst staðfest eftir hann hvort samþykkt hefði verið að setja lög á verkfall flugmanna og aðeins boðað að send yrði út fréttatilkynning síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert