Lítið við að vera á Hrafnistu

Í kringum 200 sjúkraliðar og starfsmenn SFR á hjúkrunarheimilum Hrafnistu í Reykjavík lögðu niður störf í dag  og því var rólegt um að litast á Hrafnistuheimilinu við Laugarás þar sem hefðbundið hópastarf lá niðri og engin sjúkraþjálfun var stunduð en um 40 starfsmenn voru ekki við störf þar í dag.

mbl.is var á Hrafnistu í dag og ræddi meðal annars við Jón Sveinbjörnsson, heimilismann, sem sagðist hafa ætlað að fara í lestrarstund þar sem lesið er upp úr dagblöðunum fyrir fólk. Það hafi ekki verið í boði og þá var þvottahúsið lokað.

Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, segir álagið aukast á aðra starfsemnn heimiliisins en sem betur fer taki heimilismenn ástandinu með jafnaðargeði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert