Ný byggð kallar á mat á afköstum

Hitaveitutankarnir í Öskjuhlíð gætu verið of litlir ef byggðin í …
Hitaveitutankarnir í Öskjuhlíð gætu verið of litlir ef byggðin í nágrenninum stækkar á næstu árum. mbl.is/Ómar

Meta þarf afkastagetu dreifikerfis Orkuveitunnar upp á nýtt ef af áformum um uppbyggingu verður í Reykjavík vestan Öskjuhlíðar.

Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, lítur fyrirtækið svo á að tankarnir í Öskjuhlíð gætu orðið of litlir ef af uppbyggingaráformum yrði. „Kosturinn við þéttingu byggðar er sá að þannig nýtist veitukerfið betur. En það getur líka kallað á framkvæmdir með tilliti til afkastagetu,“ segir Eiríkur í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að ekki sé hafin vinna innan Orkuveitunnar til að takast á við fyrirhuguð byggingaráform.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert