Útgerðarmenn gagnrýna vinnubrögðin

Ekkert samráð var haft við útgerðarmenn við meðferð á frumvarpi …
Ekkert samráð var haft við útgerðarmenn við meðferð á frumvarpi um veiðar á úthafsrækju. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útvegsmenn gagnrýna vinnubrögð og aðferðafræði við undirbúning og meðferð lagafrumvarpa um veiðigjöld og fiskveiðistjórnun, en frumvörpin urðu að lögum á föstudagskvöld.

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í Morgunblaðinu í dag, að lög um veiðigjöld séu til eins árs og enn verði farið af stað næsta vetur með umræðu um þessi mál og fyrirsjáanleikinn í rekstri útgerðarfyrirtækja sé enginn. Þá sé framundan að kynna nýtt heildarfrumvarp um fiskveiðistjórnun þar sem áhersla verður lögð á samningaleiðina.

„Það var lítið samráð haft við okkur eftir að málin komu til kasta þingsins og alls ekkert við meðferð á frumvarpi um veiðar á úthafsrækju,“ segir Kolbeinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert