Þjóðarskútan sé komin á skrið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson horfir til fjárfestinga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson horfir til fjárfestinga. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur nýtt álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðuna í íslensku efnahagslífi sýna að batinn í efnahagsmálum sé hraðari en sjóðurinn áætlaði.

Það sé í takt við upplifun ráðherra af stöðu þjóðarbúsins þegar efnahagsmálin komu til umræðu á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í gær, á eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar.

Sendinefndin kynnti álit sitt í gærmorgun og er það hluti af eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS sem lauk í ágúst 2011. Segir þar að útlit sé fyrir 3% hagvöxt næstu ár og að verðbólga muni aukast á næsta ári, enda sé hagkerfið að nálgast fulla framleiðslugetu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert