Ósætti um framkvæmdir

Hópur fólks fylgdist með því þegar byrjað var að girða …
Hópur fólks fylgdist með því þegar byrjað var að girða svæðið af fyrir Bílaleigu Akureyrar. Skiptar skoðanir eru á því hvort afmörkun lóðarinnar standist gildandi skipulagsreglur um flugvallarsvæðið. mbl.is/RAX

Eigendur flugskýla hjá Fluggörðum eru ósáttir við að Bílaleiga Akureyrar hafi byrjað að girða af reit við flugskýli í sinni eigu, en framkvæmdir hófust í gær.

Alfhild Nielsen, formaður ByggáBIRK, hagsmunafélags eigenda flugskýla á vellinum, segir að svæðið sem um ræði sé innan flugvallargirðingarinnar, og að bílaleigan hafi helgað sér helmingi stærri lóð en henni beri, en lóð Fluggarða er óskipt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þá er einnig gagnrýnt að í þeim skipulagsreglum sem gilda um svæðið, sem séu frá 2009, segi að óheimilt sé að reka starfsemi sem tengist flugi eða rekstri flugvallarins með beinum hætti, nema flugvallarstjóri veiti tímabundna undanþágu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður mæli með undanþágunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert