„Í spilinu að boða aftur til verkfalls“

Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, segir að meðlimir félagsins muni ekki taka boðun til vinnustöðvunar af borðinu.

Félagsdómur úrskurðaði á dögunum að fyrrum boðað verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum væri ólöglegt.

Aðspurður hver næstu skref í málinu verða segir Páll: „Viðræður eru í gangi og ég veit svo sem ekki hvernig þær þróast en maður vonar það besta. Það er alveg í spilinu að boða aftur til verkfalls ef viðræður ganga ekki upp en við verðum bara að sjá til,“ segir Páll en hann mun funda með ríkissáttasemjara annaðhvort í dag eða á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert