Áhyggjur af ýsu og nýliðun nytjastofna

Staða ýsustofnsins er ekki góð og gert ráð fyrir að …
Staða ýsustofnsins er ekki góð og gert ráð fyrir að veiðar úr honum minnki áfram á næstu árum. mbl.is/bb

Stöðugleiki í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á milli ára er jákvæður en nýliðun nytjastofna er áhyggjuefni, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra.

Stofnunin kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2014-2015 í gær. Helstu tíðindin í henni eru að hámarksaflamark þorsks eykst minna en menn höfðu vonast til og ráðgjöf í ýsu heldur áfram að dragast saman. Gróf áætlun LÍÚ gerir ráð fyrir að útflutningsverðmæti sjávarútvegsins dragist saman um 800 milljónir króna miðað við aflamark síðasta fiskveiðiárs.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Ingi, að léleg nýliðun nytjastofna ár eftir ár kalli á frekari rannsóknir. Mikilvægt sé að Hafró sé í stakk búin til þess, þar á meðal fjárhagslega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert