Fékk martraðir vegna Besta flokksins

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Forsetaembættið? Nei, ég myndi ekki útiloka það,“ segir Jón Gnarr í sjónvarpsþættinum Press Pass á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem sýnt var síðastliðinn föstudag spurður að því hvort hann myndi útiloka það að sækjast eftir háttsettara embætti eftir að hafa hætt sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Rætt er við Jón í viðtalinu vegna útkomu bókar hans Gn­arr!: How I Became the Mayor of a Lar­ge City in Ice­land and Changed the World en hann hefur verið á ferðalagi um Bandaríkin að undanförnu þar sem hann hefur kynnt bókina. Þar fjallar hann um tilurð Besta flokksins, framboð hans til borgarstjórnar árið 2010 og feril hans sem borgarstjóra. Hann segir tilgang bókarinnar vera að vekja fólk til umhugsunar um lýðræðið og að einstaklingar geti haft áhrif og stuðlað að breytingum. Jafnvel ólíklegasta fólk.

Jón lýsir því hvernig Besti flokkurinn hafi verið brandari til að byrja með en hafi síðan slegið í gegn. Hann hafi orðið hræddur þegar flokkurinn hafi farið að mælast með mikið fylgi og fengið martraðir. En hann hafi ekki talið sig geta slegið framboðið af þar sem það hafi snúist um miklu meira en hann sjálfan. Jón segist í kjölfarið hafa ákveðið að halda áram og axla ábyrgð á framboði Besta flokksins og síðan í borgarstjórn. Hann sé stoltur af verkum sínum og þeim áhrifum sem flokkurinn hafi haft á stjórnmál á Íslandi.

Frétt mbl.is: Fórnarlamb eigin brandara

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert