Varpar heildstæðu ljósi á landsmenn

„Manntalið hefur að okkar mati mikla þýðingu. Það er heildstætt upplýsingasafn um alla alla landsmenn og það íbúðarhúsnæði sem þeir búa í. Og þetta er safn sem hægt er að nýta í mörgum tilgangi, fyrir stjórnsýslu, fyrir fræðasamfélag, fyrir almenning, fyrir skóla. Nánast fyrir alla sem vilja fá upplýsingar um hvernig landsmenn eru samsettir í fjölskyldur og heimili, við hvaða störf þeir vinna og í hvers konar húsnæði sem þeir búa.“

Þetta segir Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri hjá Hagstofu Íslands, í samtali við mbl.is en hann hafði ásamt Ómari Harðarsyni fagstjóra umsjón með gerð nýs manntals sem kynnt var í dag sem miðast við 31. desember 2011. Þetta er fyrsta hefðbundna manntal sem gert hefur verið hér á landi frá árinu 1981. Hann segir ennfremur að manntalið gefi möguleika á samanburði og rannsóknum langt umfram aðrar upplýsingar sem séu meira í brotum.

Frétt mbl.is: Fleiri konur háskólamenntaðar

Frétt mbl.is: Fleiri karlar í húsnæðishraki

Frétt mbl.is: Fyrsta mann­talið síðan 1981

Frétt mbl.is: Mann­fjöld­inn skoðaður ra­f­rænt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert