Inn í vélarrúm Valþórs lak

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór Ómar Óskarsson

Björgunarsveitir og Landhelgisgæsla Íslands voru kölluð út í dag þegar leki kom að vélarrúmi Valþórs NS-123. Þá var skipið skammt undan Dritvík á Snæfellsnesi. Engin hætta var á ferðum en engu að síður var þyrla Gæslunnar send á vettvang. Björgunarbátar sigldu að með dælur og gengur vel að dæla úr Valþóri.

Þrír menn voru um borð í Valþóri sem er sextíu tonna bátur. Fiskibáturinn Ingunn Sveinsdóttir var fyrst að Valþóri og var til taks við hann ef á þyrfti á að halda. Þá er varðskipið Þór einnig væntanlegt á vettvang á næstu klukkustundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert