Féllst á 40 milljóna tryggingu

Ungur drengur við Námaskarð í Mývatnssveit.
Ungur drengur við Námaskarð í Mývatnssveit. Rax / Ragnar Axelsson

Sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson, féllst á 40 milljóna tryggingu sem krafist var vegna lögbanns gegn gjaldtöku af ferðamönnum við Leirhnjúk og Námaskarð í dag. Þetta staðfestir Svavar í samtali við mbl.is.

Það þýðir að lögbannið sem krafist var af félagsmönnum í Landeigendafélagi Reykjahlíðar fyrr í sumar tekur strax gildi.

Eins og fram hefur komið í fyrri fréttum mbl.is hugðust fé­lags­menn upp­haf­lega inn­heimta gjald af ferðamönn­um við Leir­hnjúk, Náma­skarð og Detti­foss. Fallið var frá gjald­tök­unni við Detti­foss eft­ir að samn­ing­ur náðist við Vatna­jök­ulsþjóðgarð um upp­bygg­ingu við foss­inn.

Gjald­taka hófst hins veg­ar við hveri aust­an Náma­fjalls og við Leir­hnjúk 18. júní.

Sautján manns eiga hlut í Land­eig­enda­fé­lagi Reykja­hlíðar og voru það sjö þeirra sem fóru fram á lög­bannið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert