Ekki talin alvarlega slösuð

Frá Þórsmörk.
Frá Þórsmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Göngukonan sem slasaðist í Almenningum, á gönguleiðinni frá Emstrum til Þórsmerkur fyrr í dag, er ekki talin vera alvarlega slösuð. Björgunarsveitirnar Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum og Dagrenning á Hvolsvelli sóttu konuna.

Jón Hermannsson hjá Dagrenningu segir að björgunaraðgerðir hafi gengið ljómandi vel. „Við vorum komin til hennar rúmum tveimur klukkutímum eftir að útkallið kom. Við sóttum hana á fjórhjóli og settum hana síðan í bílinn okkar þar sem tók á móti henni sjúkraflutningsmaður sem deyfði hana til þess að hún ætti þægilega daga til byggða,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann bætir við að hún hafi hugsanlega hrasað fram yfir sig um stein og lent illa á öxlinni.

Sjá frétt mbl.is: Slösuð göngukona sótt í Almenninga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert