Mikil þörf námsmanna fyrir íbúðarhúsnæði í Reykjavík

Nýju Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu.
Nýju Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi umsókna um húsnæði á Stúdentagörðunum stefnir í að verða svipaður og á síðasta ári, þegar metfjöldi, 1.800 manns, sótti um húsnæði.

Eftir að úthlutun lýkur er búist við að 800 manns sitji eftir á biðlista og því er ljóst að þörf námsmanna fyrir húsnæði er mikil.

Félagsstofnun stúdenta undirbýr nú byggingu íbúðarhúsnæðis í Brautarholti, sem rúma á tæplega hundrað íbúðir. Stofnunin setur þó markið hærra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert