Held að þetta verði alveg tryllt

„Auðvitað selst upp alveg um leið, ég held að þetta verði alveg tryllt card,“ segir Gunnar Nelson, bardagakappi, sem mun etja kappi við Rick „The Horror“ Story frá Bandaríkjunum í Stokkhólmi þann 4. október. Hann segir andstæðinginn vera verðugan keppinaut sem hafi þó sína veikleika.

Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar tekur þátt í slíkum bardaga en hann segir Svía hafa mikinn áhuga á MMA og síðar í mánuðinum fer hann til Stokkhólms í myndatökur og viðtöl vegna hans.

mbl.is hitti Gunnar í garðinum hjá föður hans og umboðsmanni, Haraldi Dean Nelson, í dag og ræddi við hann um bardagann sem er framundan.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af andstæðingi Gunnars en hann er annar tveggja bardagamanna sem hefur tekist að leggja heimsmeistarann Johny Hendricks.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert