Rannsókn á árás langt komin

Rannsókn á árás í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí er …
Rannsókn á árás í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí er langt komin. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn lögreglu á Akranesi á árás í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. er mjög langt komin. Búið er að taka skýrslu á rúmlega tuttugu manns vegna málsins og bíður lögregla nú eftir gögnum, meðal annars sérfræðiálitum. Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn sem ráðist var á var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans 31. júlí sl. Honum hafði verið haldið sofandi frá því að mennirnir réðust á hann en hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Á mynd­bandi sem tekið var með eft­ir­lits­mynda­vél við höfn­ina þar sem árásin átti sér stað sést meðal ann­ars að ann­ar árás­armaður­inn veitti fórn­ar­lamb­inu högg sem leiddi til þess að maður­inn féll á bryggj­una.

Hinn árás­armaður­inn sett­ist þá klof­vega yfir þann sem varð fyr­ir högg­inu, þar sem hann lá óvíg­ur og hreyf­ing­ar­laus, og veitti hon­um tvö högg með hægri hendi. Þeir hættu ekki fyrr en þriðji aðili kom frá bátn­um, sem þeir höfðu komið frá, og kallaði menn­ina til sín. Þegar lög­regla kom á vett­vang var stór blóðpoll­ur á jörðinni þar sem höfuð manns­ins hafði legið.

Frétt mbl.is: Ekki lengur haldið sofandi eftir árás

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert