Aníta nálgast markið

Aníta er á tíunda keppnisdegi í dag.
Aníta er á tíunda keppnisdegi í dag.

Reiðkonan Aníta Margrét Aradóttir var komin í búðir 26 eftir níunda keppnisdaginn í Mongol Derby kappreiðinni í Mongólíu í gær. Samkvæmt tilkynningu á Facebook síðu Anítu er hún í 18.-34. sæti og heldur ótrauð áfram í átt að lokamarkinu. Í dag, á tíunda keppnisdegi, nálgast Aníta nálgast markið óðfluga, en kappreiðin er alls 1000 km löng.

Sam Jones frá Ástralíu hefur þegar tryggt sér sigurinn í Mongol Derby og níu aðrir keppendur hafa náð að klára keppnina. Hinsvegar hafa tíu keppendur hætt keppni vegna meiðsla eða veikinda.

Hér má fylgjast með Anítu á Facebook.

Sjá frétt mbl.is : Hlakkar til að komast í sturtu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert