„Beikonið kemur til bjargar“

„Við getum sagt að beikonið komi til bjargar í dag“ segir Árni Georgsson, talsmaður Beikonbræðralagsins sem sendi í dag 100 kg af beikoni til Vopnafjarðar, en þeir höfðu heyrt af því að þar hefði verið skortur á beikoni eftir að kaupfélagið á staðnum varð eldi að bráð. Sóley Tómasdóttir nýskipaður Beikon sendiherra sem tilkynnti um gjöfina ásamt 30 kg gjöf til Landhelgisgæslunnar á blaðamannafundi um borð í varðskipinu Þór í dag.

Þá afhenti bræðralagið Hjólakrafti, félagi barna og unglinga sem glímir við lífstílsvanda, hálfa milljón króna í styrk en Hjólakraftur hjólaði hringinn í WOW Cyclothoni WOW air nú í sumar. 

Beikonhátíðin Reykjavik Bacon Festival fer fram í fjórða skipti á Skólavörðustígnum á morgun þar sem Árni Georgsson, talsmaður bræðralagsins, segir að verði nóg beikon fyrir 40-50 þúsund manns en 30 þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert