Fundust í hellinum

mbl.is/Ómar

Björgunarsveitir fundu rétt í þessu þrjár konur sem leitað var að í Raufarhólshelli í Þrengslunum. Voru þær staddar um 1000 metra inni í hellinum þegar þær fundust.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Þá segir, að ekki sé á þessari stundu miklar upplýsingar um ástand þeirra aðrar en að þær séu heilar á húfi, né um ástæðu þess að þær voru svo lengi í hellinum. Búist er við að það taki um klukkustund að fylgja þeim út.

Þriggja leitað í helli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert