DV kemur ekki út á morgun

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri DV, segir í samtali við mbl.is að DV muni ekki koma út á morgun. 

Mikil óánægja hefur ríkt á meðal starfsmanna DV en starfsmannafundur var haldinn í morgun þar sem nýr rit­stjóri blaðsins, Hall­grím­ur Thor­steins­son, og nýr stjórn­ar­formaður, Þor­steinn Guðna­son, ræddu við viðstadda. Farið var fram á við tvímenningana að brotthvarf fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Reynis Traustasonar, yrði útkljáð en honum hef­ur verið meinað að starfa áfram án þess þó að vera form­lega rek­inn.

Mikið umrót hefur verið á DV síðustu daga en meðal annars hefur eignarhaldið breyst, skipuð hefur verið ný stjórn, tveir meðlimir ritstjórnar látið af störfum og ritstjóri settur frá og annar ráðinn.

Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV.
Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert