Herflugvél á Reykjavíkurflugvelli

Boeing C-17 Globemaster III á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.
Boeing C-17 Globemaster III á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. mbl.is/Hjalti Stefán Kristjánsson

Herflugvél af gerðinni Boeing C-17 Globemaster III var lent á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Flugvélinni sem er frá bandaríska hernum átti að lenda í Keflavík en vegna þoku var ákveðið að notast frekar við Reykjavíkurflugvöll.

Um er að ræða herflutningavél sem þróuð var af bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing fyrir Bandaríska loftherinn. Mun fleiri þjóðir notast hins vegar við C-17 vélar, meðal annars Bretland, Ástralía, Kanada, Indland og Katar.

Vélin er belgmikil og getur meðal annars flutt margra tonna skriðdreka og önnur hergögn á milli landa.

Mbl.is hefur ekki fengið upplýsingar um tilgang ferðarinnar til Íslands en vélum sem þessum hefur oft verið flogið hingað til lands, meðal annars í tengslum við loftrýmisgæslu.

Þá má geta þess að háhyrningurinn Keiko var fluttur hingað til lands frá Bandaríkjunum með C-17 herflutningavél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert