Leiðréttingin nær ekki til dánarbúa

mbl.is/Ómar

Í lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána kemur skýrt fram í 3. gr. um afmörkun leiðréttingar að leiðréttingin tekur ekki til dánarbúa.

En eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ef einstaklingur, sem sótt hefur um leiðréttingu íbúðalána, deyr áður en hún kemur til framkvæmda mun lánið ekki lækka. Ekki nema, eins og kemur fram hér að ofan, hann eigi eftirlifandi maka eða börn undir 18 ára aldri sem yfirtaka skuldirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert