Skattrannsóknir verði ekki skertar

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri.“

Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir að lækka eigi framlag til embættis skattrannsóknastjóra um 40 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

„Öflugt skatteftirlit skilar ríkissjóði miklum fjármunum. Það vita flestir. Þrátt fyrir þessa staðreynd er ákveðið að lækka framlag til skattrannsóknarstjóra um 40 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert