Glaðbeittur rauðnefja þingheimur

Rauðnefja þingmenn. Rauða nefið var afhent þingmönnum í dag.
Rauðnefja þingmenn. Rauða nefið var afhent þingmönnum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átakið Dagur rauða nefsins nær hámarki í kvöld í skemmti- og söfnunarþætti á RÚV.

Útsendingin hefst strax að loknum kvöldfréttum og mun fjöldi listamanna koma fram og skemmta landsmönnum með glensi og gríni.

Í þættinum verður einnig sýnt frá ferð Ólafs Darra Ólafssonar, leikara og heimsforeldris, til Madagaskar en þangað fór hann til að kynna sér baráttu UNICEF fyrir velferð barna, baráttu sem heimsforeldrar UNICEF taka virkan þátt í.

Fjöldinn allur af góðu fólki leggur UNICEF lið í kvöld – allt í sjálfboðavinnu. Aðalkynnar kvöldsins eru þau Einar Þorsteinsson og Guðrún Dís Emilsdóttir sem halda um taumana í stúdíói en í símaveri Vodafone munu Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Benedikt Valsson standa vaktina.

Rauða nefið nær víðar en í sali Alþingis eða stúdíó Ríkisútvarpsins. Nemendur sjöunda bekkjar Langholtsskóla settu upp rauð nefo og þökkuð fyrir margt sem við á litla Íslandi álítum sjálfsagt.

asdfas

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert