Finna fyrir höfuðverk vegna hæðaraðlögunar

Vilborg Arna
Vilborg Arna

Fjallagarparnir Vilborg Arna Gissurardóttir og Atli Pálsson eru komin í grunnbúðir Cho Oyu í Tíbet sem eru í 5.650 metra hæð. Á morgun hefja þau að bera dót í þremur hollum með millistoppi upp í næstu búðir, Camp 1, sem eru í um 6.400 metra hæð.

Á vefsvæði Vilborgar má lesa ferðasögu þeirra. Þar kemur fram að þau hafa verið undanfarna fjóra daga í grunnbúðunum. „Við höfum notað tímann til að hvílast, nærast og til að undirbúa okkur fyrir framhaldið. [...] Okkur líður mjög vel og erum hress og kát og vel stemmd, finnum af og til fyrir örlitlum höfuðverk vegna hæðaraðlögunar.“

Þá segir að þau hafi fengið svonefnda Puja-blessun í gær þar sem allur búnaður var blessaður og þeim óskað góðs gengis með framhaldið á leiðangrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert