Hnífstungumaður áfram í haldi

Frakkastígur.
Frakkastígur. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um árás á Frakkastíg þann 9. ágúst síðastliðinn en þá var maður stunginn með hnífi. Maðurinn verður í haldi til 10. október næstkomandi.

Fórnarlambið hlaut lítinn skurð yfir vinstra kinnbeini, tæplega 1 cm á lengd. Á höfði var ekki að sjá frekari áverkamerki. Á aftanverðum brjóstkassa, hægra megin, var opinn skurður í hæð við geirvörtu, 5 cm langur og djúpur að sjá. Á hægri upphandlegg, yfir aftanverðum axlarvöðva var 3 cm skurður. Ofarlega á upphandlegg var grunnur, 3 cm skurður. Þá var á hægri mjöðm, fyrir ofan rasskinn, 6 cm langur skurður. Skurðir voru saumaðir 25 sporum, en sáust merki á tölvusneiðmyndum að hnífstungurnar hafi farið inn fyrir mjúkvefi, þ.e.a.s. ekki sást skaði á hjarta, lungum eða kviðarholslíffærum.

Árásarmaðurinn neitar sök en kveðst lítið muna vegna drykkju. Hann segist eingöngu hafa varið sig með hnefunum og hafi ekki notað vopn, enda gangi hann aldrei um með vopn.

Þá segir að málið verði sent ríkissaksóknara á næstu dögum.

Frétt mbl.is: Í gæsluvarðhald fyrir stunguárás

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka