Mannsins ekki leitað í dag

Leitað hefur verið af manninum við Látrabjarg.
Leitað hefur verið af manninum við Látrabjarg. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki verður leitað að þýska ferðamanninum Christian Mat­hi­as Markus í dag en ekkert hefur spurst til hans frá 18. september. Þetta staðfestir lögreglan á Vestfjörðum í samtali við mbl.is. Leitað hefur verið að manninum við Látrabjarg en bifreið hans fannst mannlaus á bifreiðastæðinu þar 23. september.

Síðast sást til Christians yf­ir­gefa hót­elið í Breiðuvík í Vest­ur­byggð hinn 18. sept­em­ber. Hann var ein­n á ferð og ók bíla­leigu­bif­reið af gerðinni Suzuki Grand Vit­ara. 

Fjöl­skylda manns­ins í Þýskalandi fór að ótt­ast um Christian 20. september og hafði sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­lög­reglu­stjóra­embættið. 

Lög­regl­an á Vest­fjörðum, björg­un­ar­sveit­ir á svæði 6 í Vest­ur­byggð og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa tekið þátt í leitinni.

Ef ein­hver hef­ur orðið var við ferðir Christians frá 18. sept­em­ber sl. ósk­ar lög­regl­an á Vestfjörðum eft­ir þeim upp­lýs­ing­um í síma 450-3730 eða 112.

Fyrri fréttir mbl.is

„Leitað að þýsk­um ferðamanni“

„Hefja leit í birt­ingu“

„Hefja leit aft­ur í birt­ingu“

Christian Mat­hi­as Markus
Christian Mat­hi­as Markus mynd/​Lög­regl­an á Vest­fjörðum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert