Staðan markar tímamót í rekstri Ríkisútvarpsins

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sú staða að Ríkisútvarpið hafi ekki geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar á réttum tíma gerir það að verkum að menn þurfa að spyrja sig grundvallarspurninga um hlutverk þess og framtíð.

Þetta segir Illugi Gunnarssonar menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. „Þessi staða hefur verið að myndast á undanförnum árum. Fyrst þurfum við að fá skýringar hjá útvarpsstjóra og stjórn hvernig hún hefur myndast nákvæmlega.

Það er ljóst að það má lítið út af bregða hvað varðar vaxtastig og verðbólgu til þess að RÚV geti ekki sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir ráðherrann en leggur áherslu á að hann beri fullt traust til útvarpsstjóra og stjórnar RÚV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert