Skurðlæknar samþykktu verkfall

Skurðlæknar við störf á Landspítala.
Skurðlæknar við störf á Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður kosninga um verkfallsaðgerðir hjá Skurðlæknafélagi Íslands (SKÍ) liggja fyrir.

Rúmlega 94% félagsmanna tóku þátt. Af þeim samþykktu 96% að fara í verkfallsaðgerðir.

„Framar öðru er þetta sorglegt og mikill áfellisdómur um stjórnun íslensks heilbrigðiskerfis,“ segir í tilkynningu sem Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður SKÍ og samninganefndar SKÍ, sendi mbl.is.

Næsti fundur með samninganefnd ríkisins er boðaður hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn,10. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert