Klára BA rúmlega 30 ára

Nýstúdentarnir setja upp húfurnar.
Nýstúdentarnir setja upp húfurnar. mbl.is/Ómar

Íslenskir nemendur hefja nám á háskólastigi seinna en nemendur í flestum öðrum OECD-löndum, samkvæmt nýrri úttekt OECD.

Þar kemur fram að árið 2012 var meðalaldur nýnema í fræðilegu háskólanámi á Íslandi 26 ár, sem var hæsti meðalaldur nokkurs OECD-lands (þar sem gögn voru tiltæk). Meðalaldur nýnema innan OECD árið 2012 var 22 ár.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að niðurstöðurnar sem bárust nýverið frá OECD um stöðuna í háskólamálum hér á landi hljóti að verða okkur Íslendingum alvarlegt umhugsunarefni. Til dæmis hvað varðar aldursdreifingu þeirra sem eru í háskólanámi á Íslandi, þar sem þeir sem eru að útskrifast með BS- eða BA-gráðu frá háskólum hér séu liðlega 30 ára gamlir, en stúdentar í öðrum OECD-ríkjum ljúki sambærilegum gráðum 26 ára gamlir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert