Aukið álag á aðrar stéttir

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna. Ljóst er að starfsemi heilbrigðisstofnana mun raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Biðlistar munu lengjast og þjónustan versna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heilsu skjólstæðinga þeirra.

„Þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum hefur blasað við innan heilbrigðiskerfisins og betri starfsaðstæður ekki í sjónmáli, vonum við að stjórnvöld sjái sér sem fyrst hag í því að koma til móts við kröfur um bætt kjör og starfsaðstæður lækna. Þannig er hægt að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og spyrna við fótum á þeirri niðurleið sem blasað hefur við,“ segir í ályktun hjúkrunarráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert