Forvarnir hluti af tryggingunum

mbl.is

„Þetta er sameiginlegt öryggisátak,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við mbl.is spurður út í auglýsingar á strætisvögnum sem merktar eru tryggingafélaginu VÍS.

Eins og fjallað var um í september hætti Strætó að birta auglýsingar frá öðrum á strætisvögnum sínum fyrir nokkrum árum vegna þess að það hafi ekki borgað sig. Þess í stað hafa birst auglýsingar frá fyrirtækinu sjálfu.

Reynir segir auglýsingarnar sem merktar eru VÍS hluta af samningi Strætó við félagið um tryggingar. „Við höfum gert þá kröfu til okkar tryggingafélags, fyrst allra fyrirtækja á landinu mér vitanlega, að það þyrfti að koma með ákveðið forvarnarstarf,“ segir hann. 

Strætó semji um tryggingar á fjögurra ára fresti. Tryggt hafi verið hjá VÍS til þessa en tryggingarnar hafi runnið út fyrr á þessu ári. Þær hafi því verið boðnar út á síðasta ári og VÍS aftur reynst með lægsta tilboðið. Átakið nú sé hluti af þeim samningnum. Sama hafi verið gert undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert