Fundu fíkniefni í íbúð

Fíkniefnaleitarhundurinn Buster.
Fíkniefnaleitarhundurinn Buster. Ljósmynd/Guðmundur Karl/Sunnlenska

Lögreglumenn gerðu húsleit hjá íbúa fjölbýlishúss á Selfossi í gærkvöldi. Íbúinn, karlmaður, var grunaður um að hafa ólögleg fíkniefni í íbúð sinni sem hann ætlaði til sölu jafnframt eigin neyslu. 

Fíkniefnahundar lögreglunnar á Selfossi og á Litla-Hrauni, Buster og Winkel, tóku þátt í leitinni.  Þeir stóðu sig frábærlega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Í íbúð mannsins fundust um 250 grömm af kannabis auk tækja og tóla til neyslu. Nokkrir lítrar af bruggi fundnust einnig og líka stangveiðibúnaður sem grunur leikur á að sé þýfi.

Maðurinn var handtekinn og bíður yfirheyrslu. Efnin sem lagt var hald á verða send á rannsóknarstofu til efnagreiningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert